Nýtt EuroNCAP árekstrarpróf


http://www.fib.is/myndir/Euroncap-logo.jpg

Þann 22. desember sl . var tilkynnt um niðurstöður í nýju  árekstursprófi EuroNCAP. Prófaðir voru fjórir nýir bílar af jafnmörgum stærðum og gerðum. Þeir voru hinn nýi Toyota Auris sem leysa mun Corolla af hólmi, Skoda Roomster, Hyundai Santa Fe og Kia Magentis. Fyrir vernd fullorðinna í bílnum hlutu Toyotan og Skódinn fimm stjörnur. Fyrir vernd fótgangandi fékk Hyundai Santa Fe enga einustu stjörnu sem þykir ekki góð latína hjá EuroNCAP. Til samanburðar hlaut Toyota Aris þrjá stjörnur fyrir vernd fótgangandi.
http://www.fib.is/myndir/SKODA%20Roomster_Front.jpg
Aðeins eitt stig skldi að Toyotuna og Skódann. Sá fyrrnefndi hlaut 35 stig í heildina en Skódinn 34. Gerð var athugasemd við straumkaplana frá rafgeyminum í Skódanum. Þeir eru framan við geyminn en það eykur hættu á að þeir skemmist eða slitni í árekstri og þar með verða beltastrekkjararnir óvirkir. Skoda hefur þegar sent frá sér tilkynningu að þessi ágalli verði lagaður í öllum Roomster bílum hér eftir.
http://www.fib.is/myndir/TOYOTA%20Auris_Front.jpg
Toyota Auris kom óvenju vel út hvað varðar þær þrjár stjörnur sem bíllinn fékk fyrir vernd fótgangandi sem fyrir honum verða. Hyundai Santa Fé fékk þar á móti enga einustu stjörnu fyrir þennan þátt og segir Claes Tingvall stjórnarformaður EuroNCAP það vera skelfilegt. Hann segir það einnig umhugsunarvert að annar kóreskur bíll, Kia Magentis skuli einungis ná þremur stigum og þar með einni stjörnu fyrir þennan öryggisþátt. Hve kóresku bílarnir veita fótgangandi lélega vörn sýni ekkert annað en hrollvekjandi kæruleysi framleiðendanna. Þeir hafi einfaldlega ekkert gert í málinu og séu langt á eftir öðrum í þessum efnum og tími til kominn að þeir taki sig saman í andlitinu.
http://www.fib.is/myndir/Euroncap_des2006.jpg