Nýtt FÍB blað á leiðinni

http://www.fib.is/myndir/FIB-1.tbl.09.jpg

Nýtt tölublað FÍB  blaðsins er nú í prentun og dreifing til félagsmanna hefst í lok þessarar viku.

Meginefni blaðsins er að þessu sinni tengt framtíðinni: Hvernig verða bílar framtíðarinnar, hvað mun knýja þá áfram? Hvaða orkugjafi eða orkugjafar verða ofan á sem orkugjafar framtíðarinnar í samgöngum?

Þessi sama umfjöllun verður í félagsblöðum allra bifreiðaeigendaklúbbanna í Evrópu og verður því þetta efni lesið af milljónum um alla álfuna. Þetta efni mun vafalaust vekja talsverða athygli hér á landi, enda er þarna fjallað um þær gífurlegu tækniframfarir sem orðið hafa á örfáum árum og sem virðast ætla að gera rafbíla að raunhæfum samgöngukosti innan fárra ára. Það sem nú er að gerast – í fyrsta sinn í rúmlega aldarlangri sögu bílsins – er það að svo virðist sem jarðefnaeldsneyti þurfi ekki öllu lengur að vera eini kosturinn sem mannkynið hefur til að knýja samgöngutæki sín. Aðrir varanlegri og betri kostir eru loks í sjónmáli.