Nýtt FÍB blað kemur
Nýtt tölublað FÍB blaðsins, hið síðasta á þessu ári, er að koma út og mun berast félagsmönnum á næstu dögum. Aðalefni blaðsins að þessu sinni er hin árlega stóra gæðakönnun á vetrarhjólbörðum frá NAF, hinu norska systurfélagi FÍB.
14 tegundir negldra vetrardekkja eru prófaðar að þessu sinni og 8 ónegld. Auk þess voru sérstaklega prófaðir tveir gangar af slitnum ónegldum og tveir gangar af slitnum negldum vetrardekkjum.
Í þessu árlega vetrardekkjaprófi eru dekkin prófuð við allar vetraraðstæður og reynt á þolmörk þeirra til hins ítrasta. Öll dekkin, negld sem ónegld þurfa að gangast undir sömu þrautir við allar sömu aðstæður þannig að raunhæfur samanburður á vetrareiginleikum þeirra og öðrum eiginleikum fáist.