Óheilbrigðir viðskiptahættir í boði fjármálaeftirlitsins

Í reglum Seðlabankans fyrir tryggingafélög og önnur fjármálafyrirtækjum eru ákvæði um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Reglunum er meðal annars ætlað að efla traust og trúverðugleika á fjármálamarkaði. Ætla mætti að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði áhyggjur af því hvernig iðgjaldaokur tryggingafélaganna rýrir þetta traust og þennan trúverðugleika.

En svo er ekki. Í svörum fjármálaeftirlits Seðlabankans við fyrirspurnum FÍB blaðsins kemur fram að eftirlitið trúir því ekki einu sinni að iðgjöld hafi hækkað óeðlilega mikið. Það eina sem skiptir fjármálaeftirlitið máli er að tryggingafélögin séu fjárhagslega sterk. Því betur stæð sem tryggingafélögin eru – þ.e. því meir sem þau okra á bíleigendum – því ánægðara er fjármálaeftirlitið.

Í nýútkomnu FÍB blaði er frekari umfjöllun um spurningar FÍB til fjármálaeftirlitsins og svör við þeim.

FÍB Blaðið 2021