Ók í 51 ár án ökuréttinda

http://www.fib.is/myndir/Franskurdriver.jpg
-Ég bara keyrði og keyrði og keyrði,- sagði 69 ára gamall franskur ökumaður sem lögregla stöðvaði nýlega utan við bæinn Marmande, skammt frá Bordeaux í suðaustanverðu Frakklandi í venjulegu lögreglueftirliti. Maðurinn reyndist létt-ölvaður og kvaðst hafa gleymt ökuskírteininu þegar lögregla krafði hann um það. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að maðurinn hafði aldrei tekið bílpróf og því aldrei nokkru sinni fengið ökuskírteini.

Maðurinn hafði hins vegar eignast sinn fyrsta bíl árið 1955, þá 18 ára gamall. Hann hefur átt fjölda bíla og ekið bílum allar götur síðan. Hann kvaðst aldrei hafa séð ástæðu til að taka bílprófið, enda aldrei nokkru sinni verið stöðvaður og krafinn um ökuskírteini – fyrr en nú um helgina.