Ökumenn ekki sektaðir vegna nagladekkjanotkunar í þessari viku

 Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna fyrirspurna um sektir vegna aksturs á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu er því til að svara að ekki verður farið í að sekta ökumenn af þeim sökum í þessari viku.

Horft er til langtíma veðurspár og þess að suðvesturhornið er eitt atvinnusvæði, auk annríkis á dekkjaverkstæðum.  Staðan verður endurmetin í næstu viku.

 Eins og segir í gildandi reglugerð er ólög­legt er að aka um á bif­reiðum með neglda hjól­b­arða frá og með 15. apríl til og með 31. októ­ber, nema þess sé þörf vegna akst­ursaðstæðna, eins og kemur fram í gild­andi reglu­gerð.