Ökumenn hvattir til að skipta út nagladekkjunum

Þá er veturinn formlega að baki og sumarið hefur tekið við! Af því tilefni vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja ökumenn, sem það á við, að skipta út nagladekkjunum.

Í ljósi tíðarfarsins undanfarið og veðurspár næstu daga er óþarfi að vera á nagladekkjunum núna, en frá og með mánudeginum 5. maí geta ökumenn bifreiða búnum nagladekkjum, átt von á sekt.