Ökumenn kynni sér viðvaranir og fylgist vel með
Appelsínugular viðvararnir eru enn í gildi fyrir allt norðan- og austanvert landið vegna storms og hríðarveðurs. Þær verða í gildi næsta sólarhringinn eða svo. Gular viðvaranir gilda á Suðurlandi.
Hringvegurinn er enn lokaður í tveimur landshlutum og hefur verið síðan í gær, annars vegar Mývatns- og Möðrudalsöræfi og hins vegar á milli Hafnar og Djúpavogs.
Þá er einnig lokað um Fjarðarheiði, til Seyðisfjarðar, um Vatnsskarð eystra, Vopnafjarðarheiði og Hólasand. Snjóflóðahætta er í Ólafsfjarðarmúla.
Annars staðar eru hálka eða hálkublettir á sumum leiðum á Vestfjörðum og krapi og éljagangur á Holtavörðuheiði, svo eitthvað sé nefnt.
Veðurstofa Íslands hvetur alla sem eiga eitthvað undir veðri, eins og segir í veðurspá, til að kynna sér viðvaranirnar og fylgjast vel með veðurspám og veðurathugunum.