Ökumenn sektaðir fyrir nagladekkjanotkun
Samkvæmt reglugerð um gerð og útbúnað ökutækja er fyrir nokkru liðinn sá tími sem nagladekk voru leyfileg og því kominn tími til að skipta yfir á sumardekk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Í sektarreglugerðinni er kveðið á um að hvert dekk sem er með nöglum hljóðar sektin upp á 20 þúsund krónur og því getur sektin numið alls 80.000 kr.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að fara í skipti en lögreglan skoðar það að fara í sektir upp úr miðri þessari viku.