Olía losuð í Hvalfirði á tímum lágs olíuverðs
Eftirtektasamur félagsmaður á ferð um Hvalfjörðinn laust eftir miðnætti í fyrrakvöld tók eftir því að birgðarskip var að leggjast að olíubryggjunni í firðinum. Það vakti athygli félagsmannsins að sjá skipið leggjast að á þessum tímum þegar heimsmarkaðsverð á olíumörkuðum er í sögulegu lágmarki. Það vekur óneitanlega athygli að birgðarskip komi inn í Hvalfjörðinn og losi olíu sem almennt eru ekki birgðargeymslur olíufélaganna.
Öðru hverju koma fréttir af því þegar olíuskip hafa viðkomu og losa olíu í tanka í Hvalfirðinum sem eru í eigu erlendra aðila. Í október sl. voru fréttir af komu danska olíuskipsins Torm Venture til Hvalfjarðar. Það óhapp varð þegar dæla var verið olíu úr skipinu i geymslutankana byrjuðu landfestar að dragast út vegna veðurs. Dráttarbátur var kallaður til og tókst að koma skipinu að bryggju.
Skömmu fyrir hrun 2007 geymdi finnska olíufélagið Neste bensín í tönkunum í Hvalfirði. Það fór reyndar ekki til endursölu hér á landi heldur var síðar flutt á markað erlendins
Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi 2015 fyrir olíubirgðastöð í Hvalfirði. Olíubirgðastöðvarnar að Litla-Sandi og Digralæk 1 eru nú reknar í einu lagi og með einu starfsleyfi á vegum Olíudreifingar ehf. Starfsleyfið gefur heimild til þess að geyma allt að 133.000 m3 í stöðinni af olíu og bensíni og ofanjarðar á Litla-Sandi í hverjum geymi allt að 6.850 m3 og neðanjarðar á Digralæk 1 allt að 12.700 m3 af olíu í hverjum geymi. Þá er heimil móttaka á úrgangsolíu. Starfsleyfið öðlast gildir til 10. desember 2031.