Olís gefst upp
Nú um kaffileytið á föstudegi hefur Olís gefist upp á að halda þriggja króna hækkuninni á eldsneyti frá í gær til streitu. Verðið er nú aftur orðið það sama og það var áður en hinni sérkennilegu hækkun var skellt á í gær, einmitt þegar heimsmarkaðsverð var að lækka eða kr. 227,90 bensínlítrinn og 242,50 dísilolían.
Kannski hafði fréttaflutningur okkar af málinu þessi áhrif og kannski hryllti stjórnendum Olís líka við því að missa fyrirtækið í gin jólakattarins. En að öllu gamni slepptu þá hefur það efalaust vegið þungt að önnur olíufélög eltu ekki verðhækkun Olís heldur héldu verðinu óbreyttu.