Olíufélögin bæta í álagninguna
Olís hækkaði eldsneytisverð í morgun um kr 4,30. Eftir þessa hækkun kostar bensínlítrinn og dísillítrinn þar í sjálfsafgreiðslu kr. 208,-.
Eldsneytisverðið er samansett úr mörgum þáttum. Þeir eru helstir innkaupsverð (heimsmarkaðsverð) í Bandaríkjadollurum, álagning olíufélaga og skattar ríkisins á hvern eldsneytislítra til neytenda. Þeir nema nú rúmlega helmingi útsöluverðsins
Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur farið heldur hækkandi undanfarið. Á sama tíma hefur gengi krónu gagnvart dollar líka styrkst og miðað við hvorttveggja verður ekki séð að tilefni hafi verið í morgun til að hækka verðið eins stórlega og gert var í morgun.
Álagning olíufélaga hefur áður verið hærri en hún hefur verið að undanförnu. Tilhneigingar félaganna hefur orðið vart til að hækka álagninguna og „endurheimta“ það sem olíumenn virðast telja sig hafa áður orðið að láta af hendi virðist því vera forsenda meginhluta hækkunarinnar í morgun.