Olíufélögin hafa hækkað álgningu sína verulega undanfarið
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína verulega að undanförnu, enda hefur eldsneytisverð ekki fylgt heimsmarkaði og gengisþróun að öllu leyti. Fram kom í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu að meðalálagning olíufélaganna á hvern seldan bensínlítra í febrúar var ríflega 46 kr. en um 60 kr. í mars.
„Heimsmarkaðsverð hefur farið lækkandi, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu í Sádi-Arabíu og minni eftirspurnar sem má rekja til kórónufaraldursins. Þegar olíuverð á heimsvísu fer lækkandi er ef til vill auðveldara hér innanlands að fela hærri álagningu, sem klárlega er veruleikinn.“
Runólfur kom fram í Bítinu, morgunþætti Bylgjunnar, og ræddi olíuverð og ítrekaði að svigrúmið til frekari verðlækkana sé umtalsvert. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið jafn lágt í 18 ár. Runólfur sagði m.a. á Bítinu það mjög jákvætt fyrir samfélagið í öllum þeim hremmingum sem nú ganga yfir að fá ódýrara olíuverð. Lægra verð nýtist öllum, ekki síst heimilum í landinu og fyrirtækjum.
Að teknu tilliti til veikingu krónunnar þá erum við sjá að meðal álgning olíufélaganna er að meðaltali 16 krónum hærri í marsmánuði samaborið við verð febrúar og janúar. Runólfur segir það klára vísbendingu um það að hvernig olíufélögin séu á bremsunni að skila verðlækkuninni til neytenda.
Viðtalið við Runólf Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni má nálgast hér.
Umfjöllun í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins um þróun olíuverðs