Olíuflutningar fara um Hringbraut næstu þrjár vikurnar

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir við end­ur­nýj­un vatns- og frá­veitu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur og af þeim sök­um verður Mýr­ar­gata lokuð fyr­ir bílaum­ferð næstu þrjár vik­urn­ar. Eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum þýðir þetta að Hring­braut verður eina stofn­braut­in fyr­ir þá sem eiga leið út á Granda og Seltjarn­ar­nes. Lok­un­in hef­ur það í för með sér að olíu­flutn­ing­ar úr Örfiris­ey munu al­farið fara fram um Hring­braut.

Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu segir á mbl.is að þegar fátt er um leiðir verður oft að grípa í úrræði sem er ekki efst á lista. Í þessu til­viki er það að olíu­flutn­ing­ar fari um Hring­braut­ina.

Olíu­flutn­ing­um var mark­visst beint þaðan fyr­ir nokkr­um árum og yfir á Mýr­ar­götu og Sæ­braut enda þótti ekki heppi­legt að þeir færu í gegn­um íbúðahverfi. Ljóst má vera að um­ferð um Hring­braut verður þung næstu vik­urn­ar vegna þess­ara þunga­flutn­inga sem og annarra sem þurfa að leggja lykkju á leið sína.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veit­um var nauðsyn­legt að ráðast í end­ur­nýj­un lagna á Vest­ur­götu, frá Bræðra­borg­ar­stíg að Stýri­manna­stíg og niður á Hlés­götu. Ástæðan er sú að skólp hef­ur flætt í kjall­ara húsa við Vest­ur­götu í leys­ing­um og mik­illi úr­komu.