Olíuframleiðsluland vil banna bensínnotkun
Norska ríkisstjórnin íhugar að banna sölu nýrra bíla sem eingöngu geta notað bensín sem orkugjafa. Hugsanlegt er að bannið taki gildi eftir einungis sjö ár. Þetta kemur fram í frétt frá NTB fréttastofunni sem birst hefur í norskum og sænskum dagblöðum.
Í fréttinni er haft eftir upplýsingafulltrúum norsku ríkissstjórnarinnar að mikil vinna fari nú fram í málinu og miðað sé við það að bensínknúnir bílar verði bannaðir í Noregi frá og með janúar 2015 og ekki síðar en árið 2020. Upplýsingamálaráðherra Noregs; Liv Signe Navarsete vill hvorki játa þessu né neita við fréttamann.
Allur bílafloti Norðmanna, fólksbílar og vörubílar, gefur frá sér um fjórðung þess magns koldíoxíðs sem fer út í andrúmsloftið á ári.
Norðmenn eru mikið olíuframleiðsluríki og mikið magn af bensíni er framleitt í landinu til útflutnings. Ekkert er um það getið í fréttinni að Norðmenn hyggist draga úr bensínútflutningi sínum um leið og þeir banna bensínbíla í eigin landi.
Svipaðar hugmyndir um að banna bensínbíla eru uppi í Kaliforníu í Bandaríkjunum.