Olíuverð hækkar í kjölfar árásar á olíumannvirki í Sádi-Arabíu
Það gekk eftir eins og spáð var að heimsmarkaðsverð myndi hækka mikið eftir árás sem gerð var á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina. Í nótt hækkaði verð á Brent olíu um 12 Bandaríkjadali tunnan en það er hæsta verð sem sést hefur síðan 1988. Hækkunin nemur um 20%. Nú í morgunsárið tók hins vegar verðið að lækka en þrátt fyrir það nemur hækkunin núna um 10%.
Ástæðan árásarinnar um helgina er á reiki en sérfræðingar rekja hana að einhverju leiti til uppreisnarsveita Húta sem njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran, í nágrannaríkinu Jemen en hersveitir undir forystu Sáda hafa gert ítrekaðir árásir á Jemen síðustu ár. Hörmungarástand hefur ríkt í landinu um langa hríð.
Uppbygging olíuhreinsistöðvarinnar sem varð fyrir árásinni um helgina í Sádi-Arabíu blasir við. Öll áherslan verður lögð á að koma framleiðslunni hægt og bítandi af stað aftur. Engu að síður mun framleiðslan dragast tímabundið mikið saman.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gærkvöldi að heimila notkun varaolíubirgða ef til þess kæmi með það að markmiði að metta markaði ef árásirnar um helgina á olíuvinnslustöðvarnar valda skorti.