Óljóst er hver upphæð tollsins á að verða
Hvað mun kosta að fara yfir nýju Ölfusárbrúna? Svona svipað og eina kókflösku fyrir þá sem fara oft, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra þegar tekin var skóflustunga að framkvæmdinni þann 20. nóvember 2024.
En við hvaða kókflösku var ráðherrann að miða? Kókflösku í Bónus eða kókflösku í bensínsjoppu? Sú seinni er meira en helmingi dýrari.
Á fréttavef FÍB er kafað ofan í hvað ríkið þarf að borga fyrir gerð brúarinnar og hvað brúartollur gæti þurft að vera hár til að standa undir kostnaðinum.