ON setur upp hleðlsustöðvar á opnum svæðum

Orka náttúrunnar hefur sett upp hleðslustöðvar á opnum svæðum, til dæmis við leikskóla, skóla, sundlaugar, menningarhús og íþróttamiðstöðvar. Þarna er kominn nýr fyrir eigendur rafbíla að hlaða rafbílinn. Stæðin eru staðsett á 32 stöðum í Reykjavík og 4 stöðum í Garðabæ og eru fyrir tvo til sex rafbíla í hleðslu. Til að geta nýtt sér hleðslurnar þurfa rafbílaeigendur að vera með eigin hleðslusnúru.

Með þessari innviðauppbyggingu er tekið stórt skref í að efla orkuskiptin og koma til móts við þarfir allra rafbílaeigenda, þ.m.t. einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

ON-lykillinn – langþægilegast

ON-lykilinn er einfaldasta leiðin til að nota nota hleðslustöðvar ON.
Þú getur sótt hann á nokkrum vel völdum stöðum á landinu eða pantað
hann á on.is og við sendum hann þér að kostnaðarlausu.

20% afsláttur til þeirra sem eru í heimilisviðskiptum

Verðið er 25kr/kWst og 0,5 kr/mín. Viðskiptavinir sem eru einnig með heimili sitt í viðskiptum hjá ON fá 20% afslátt af verðskrá við hleðslu rafbíla og 10% afslátt af heimilisrafmagni.

32 hleðslustöðvar eru staðsettar víðsvegar um borgina:

Götuheiti

Póstnr.

Hverfi:

Hofsvallagata

101

Gamli Vesturbærinn 14 hleðslur

Hrannarstígur

Vesturvallagata

Gnoðavogur

104

Vogarnir 18 hleðslur

Kleppsvegur

Sólheimar

Bólstaðarhlíð

105

Hlíðarnar 24 hleðslur

Flókagata

Hörgshlíð

Mávahlíð

Sundlaugarvegur

Álftamýri

108

Fossvogurinn 4 hleðslur

Stóragerði

Arnarbakki

109

Neðra Breiðholt 12 hleðslur

Hagasel

Rofabær

110

Árbærinn 6 hleðslur

Norðurfell

111

Efra Breiðholt 6 hleðslur

Hamravík

112

Grafarvogurinn 12 hleðslur

Sporhamrar

Gvendargeisli

113

Grafarholt 6 hleðslur

Maríubaugur