Opel Kapitän

http://www.fib.is/myndir/OpelkapitanLitil.jpg
Opel Kapitän 1955.


Fregnir berast nú frá höfuðstöðvum Opel í Þýskalandi að gerðarheitið Kapitän eða skipstjóri, verði tekið upp á ný. Opel Kapitän voru stærstu og vönduðustu  fólksbílar Opel á árunum 1939 til 1970. Allan þann tíma voru Kapitän- bílar með sex strokka línuvélum frá 2,5 lítrum að stærð upp í 2,8 l.

Blómatími Opel Kapitän  var á sjötta og sjöunda áratugnum og voru bílarnir mjög vinsælir í heimalandinu Þýskalandi og einnig í Svíþjóð þar sem Opel Kapitän var með algengari bílum um talsvert skeið.

Opel Kapitän verður heiti nýs stórs fólksbíls frá Opel sem leysa á af hólmi Opel Signum. Hans er vænst á markað árið 2008. Hinn nýi Opel Kapitän verður byggður á sömu grunnplötu og nýr stór Saab bíll sem líka er væntanlegur.