Opinn Cadillac aflagður
Cadilac XLR aflagður um áramótin vegna dræmrar sölu.
Hætt verður að framleiða tveggja sæta lúxussportbílinn Cadillac XLR um næstu áramót. Ástæðan er dræm sala. Framleiðsla á bílnum hófst árið 2003 og gekk ágætlega framanaf en salan dróst saman um 28 prósent árið 2008 miðað við árið á undan og einungis 1250 bílar seldust það árið.
Cadillac XLR er ekki ódýr bíll og nú þegar kreppa er skollin á er hætt við að verðmiði upp á 87 þúsund dollara án skatta standi í ansi mörgum. En bíll kemur í bíls stað og í haust kemur á markað nýr Cacillac sem nefnist CTS Coupé. Sá er fjögurra sæta og miklu ódýrari en XLR. Ekkert hefur komið fram um það hvort CTS verði fáanlegur með niðurfellanlegum toppi.
CTS Coupe leysir XLR af hólmi. Hann er verulega ódýrari en XLR og þar að auki fjögurra sæta.