Orka náttúrunnar tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna
Orka náttúrunnar hefur verið tilnefnt til alþjóðlegu CHARGE vörumerkjaverðlaunanna, sem besta vörumerkið í flokki grænnar orku. ON er eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt er í flokknum og keppir þar við fjögur erlend vörumerki.
„Við erum stolt af þessari tilnefningu. Þarna eru margir kallaðir en fáir útvaldir og það er frábært að fá hvatningu af þessu tagi í þeim mikilvægu verkefnum sem ON vinnur að,“ segir Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaðar ON.
Vörumerkið Orka náttúrunnar er ungt en það var fyrst búið til í ársbyrjun 2014 eftir lögbundna aðgreiningu sérleyfis- og samkeppnisþátta í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. ON rekur þrjár virkjanir, selur rafmagn til um helmings landsmanna og aflar um helmings heita vatnsins í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningunni segir einnig að ON hafi vakið athygli verk fyrirtækisins í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Nú hefur verið komið fyrir 17 hraðhleðslustöðvum víða um land og er stefnt á að það verði tuttugu fyrir árslok.