Öryggi smáfarartækja í umferðinni - veffundur
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og umferðaröryggisráð standa fyrir opnum veffundi þriðjudaginn 23. mars kl. 8:30-9:45 um fjölbreytta ferðamáta og öryggi léttra bifhjóla, rafhlaupahjóla og annarra smáfarartækja í umferðinni.
Það er stefna stjórnvalda að styðja við fjölbreytta ferðamáta, sérstaklega í þéttbýli til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Á fjölbreyttri dagskrá fundarins verður sjónum einkum beint að örflæði (e. micromobility), þ.e. ýmsum smáfarartækjum í umferðinni, innviðum fyrir þau og öryggismálum sem þeim tengjast.
Fundurinn er öllum opinn en gestir eru beðnir um að skrá þátttöku á skráningarsíðu fundarins. Allir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.
Dagskrá:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra - opnunarávarp
- Höskuldur Kröyer, ráðgjafi hjá Trafkon, Smáfarartæki og umferðaröryggi
- Katrín Halldórsdóttir, verkfræðingur á Höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar, Innviðir fyrir smáfarartæki
- Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala
Rafhlaupahjól, Slys og heilsufarslegur ávinningur - Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg, Rafhlaupahjólaleigur
- Samgöngustofa
Frumsýning á nýjum fræðslumyndum um rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I.
Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri og formaður umferðaröryggisráðs.