Öryggisbeltin eru lífgjafi
Þeir fáu sem láta það vera að spenna um sig öryggisbeltið í bílsætinu setja sig í margfalt meiri lífshættu en þeir sem spenna beltin. Þetta er inntak kynningarátaks Samgöngustofu og landsliðsins í knattspyrnu sem kynnt var í gær fyrir fyrstu æfingu landsliðsins fyrir leikinn gegn Tékkum 12. júní nk.
Við upphaf æfingarinnar afhenti Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir 22 ára leikmönnun íslenska liðsins sérstakar treyjur sem með áhrifamiklum hætti virka sem hvatning til allra um notkun öryggisbelta. Um er að ræða samstarfsverkefni KSÍ og Samgöngustofu.
Ása var17 ára gömul þegar hún lenti í umferðarslysi þar sem tvær vinkonur hennar létust en sjálf var hún í lífshættu í langan tíma eftir slysið. Þær voru ekki í bílbeltum en ökumaðurinn sem var spenntur í belti slasaðist ekki. Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður liðsins sagði það sanna ánægju fyrir liðið að standa að þessu átaki og lagði áherslu á að allir notuðu öryggisbelti alltaf – allstaðar.