Óvenju hátt hlutfall bifreiða á sumardekkjum um miðjan vetur í Noregi

Norsk könnun leidddi í ljós að 3,4 prósent bifreiða sem komu til tjónauppgjörs hjá tryggingafélaginu IF í janúar og febrúar á þessu ári voru á sumardekkjum. Tölurnar byggjast á tjónauppgjöri yfir 8.000 If-tryggðra bíla á þessum tveimur mánuðum síðasta vetur.

Venjulega verða meginhluti tjóna á sumardekkjum þegar fyrsta snjónum kyngir niður. Þá taka sumir ökumenn áhættuna vegna þess að þeir hafa ekki skipt um dekk áður en snjórinn kom. Að það séu svona margir búnir sumardekkjum í janúar og febrúar er umhugsunarvert, segir Vidar Brustad, yfirmaður bílatjóna hjá tryggingafélaginu If.

Ákvæði í reglugerð ökutækja hjá vegayfirvöldum kveða á um að bíllinn eigi að vera búinn dekkjum sem henta aðstæðum þar sem honum er ekið hverju sinni. Það er á ábyrgð ökumanns að meta það, segir Brustad. Kannski til að koma einhverjum á óvart þá eru ekki skýr fyrirmæli um að skipta yfir í vetrardekk á vetrartíma í ökutækjareglugerðinni.

Mikill munur er á dekkjanotkun milli fylkja og héraða í Noregi. Jafnvel í fylgjunumTroms og Finnmark eru bílar sem eru á sumardekkjum á veturna. – Suðurhluti landsins og Vestlandet lenda oft hátt á listanum yfir sumardekkjanotkun á veturna. Á strandsvæðunum er ekki mikil vetrardekkjanotkun en þar er loftslag mildara og lítill snjór á veturna.

Hæsta hlutfall negltra dekkja höfðu Troms og Finnmark (95 prósent), Nordland (78,2 prósent) og Innlandet (44,2 prósent). Þessi fylki eru venjulega efst í notkun negldarar dekkja, ásamt Møre og Romsdal (34,8 prósent). Efst yfir bíla sem notuðu vetrardekk án nagla eru Viken og Osló með hlutföll upp á 93,3 prósent og 89,4 prósent í janúar og febrúar.

,,Því miður sjáum við að sumir nota sumardekkjum allan veturinn. Það er áhyggjuefni. Þegar snjór kemur skyndilega og hálka myndast, þá taka sumir óþarfa og hættulegar áhættur. Röng dekk undir bílnum geta leitt til strangra viðbragða lögreglunnar og jafnvel til þess að ökumenn þurfa að standa straum af öllum eða hluta kostnaðar við tjón,“ segir Brustad. Um það bil fimmti hver einkabíll sem keyrir á vegum landsins er tryggður hjá If, samkvæmt markaðstölum frá Finans Norge.

Þess má geta að notkun negldra dekkja eða keðja er ekki leyfð frá og með fyrsta mánudegi eftir páska til og með 31. október. Í Nordland, Troms og Finnmark er samsvarandi tímabil frá og með 1. maí til og með 15. október.