Óvissu eytt um framtíð bílaverksmiðju Nissan í Sunderland
Nú hefur það verið staðfest að bílaverksmiðja japanska bílaframleiðandans Nissan verður áfram starfrækt í Sunderland. Óvissa ríkti um framtíð verksmiðjunnar vegna úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu en gera þurfti ákveðnar breytingar sem gripið hefur til svo starfsemi gæti haldið áfram í Englandi. Starfsmenn Nissan í Sunderland eru um sjö þúsund.
Því er að þakka viðskiptasamningi sem náðst hefur á milli Bretlands og ESB. Á meðal breytinga sem ráðist verður í mun framleiðsla á Nissan Leaf 62 kWh flytjast til verksmiðjunnar í Sunderland á næstu mánuðum. 70% bíla bíla sem smíðaðir eru í Sunderland eru fluttir út - flestir þeirra til landa innan ESB.
Brexit-samningurinn er talinn koma til með að létta á fjármáladeild Nissan þar sem fyrirtækið lauk fyrra fjárhagsári með nettó tapi 671,2 milljörðum jena (5,08 milljörðum punda) og tapi af rekstri 40,5 milljörðum jena (306,7 milljónum punda). Loforðið um tollfrjáls viðskipti þýðir að vörumerkið ætti að geta hreinsað þetta tap hraðar þegar búið er að takast á við heimsfaraldurinn.
Nissan hefur einnig gripið til niðurskurðar sem felur í sér að draga úr framleiðslugetu um 20 prósent í 5,4 milljónir eininga á ári. Sem hluti af niðurskurðinum hefur Nissan einnig lokað verksmiðju sinni í Indónesíu. Framleiðslustöðvum þess í Barcelona er ætlað að taka gildi á þessu ári, þar sem vörumerkið beinist í staðinn að Tælandi fyrir suðaustur-Asíu markaðinn og Sunderland fyrir Evrópumarkað.
Makoto Uchida, forstjóri Nissan segir að umbreytingaráætlun fyrirtækisins miðar að því að tryggja stöðugan vöxt í stað of mikillar söluþenslu. Markmiðin verða í auknum gæðum sem viðskiptavinir munu njóta góðs af.
Alls eiga að koma 12 nýir bílar að koma á markað á þessu ári og sumir inn á markað í Evrópu þó að Nissan muni forgangsraða vöxtinn í Norður-Ameríku, Kína og Japan. Fyrirtækið mun einnig einbeita sér að fjölskyldubílum , rafknúnum ökutækjum og sportbílum.