Peterhansel fyrstur
Frakkinn Stephane Peterhansel á Mini er með besta heildartímann í Dakarrallinu í S. Ameríku og jók heldur forskot sitt eftir fimmta áfanga keppninnar í gær. Red Bull ökumaðurinn Nasser Al Attiyah er annar og í því þriðja er Giniel de Villiers frá S. Afríku sem keppir á Toyota.
Peterhansel varð reyndar ekki sigurvegari í fimmta áfanganum í gær, heldur félagi hans í Mini-keppnisliðinu; Nani Roma. Sigurvegarinn frá í fyrra; Spánverjinn Carlos Sainz sem keppir fyrir Red Bull byrjaði ágætlega og náði forystu í fyrstu en eftir margskonar óhöpp og erfiðleika er hann í 23. sæti eftir fimmta áfanga.
Eftir fimmta áfangann eru þessir efstir:
- Stephane Peterhansel, X-raid Mini, 10.55.32.
- Nasser Al-Attiyah, Red Bull Buggy, + 9.54.
- Giniel de Villiers, Imperial Toyota, + 33.50.
- Leonid Novitskiy, X-raid Mini, + 37.35.
- Nani Roma, X-raid Mini, + 37.43.
- Guerlain Chicherit, SMG Buggy, + 56.34.
- Ronan Chabot, SMG Buggy, + 1.10.35.
- Bernard Errandonea, SMG Buggy, + 1.18.17.
- Boris Gadasin, G-Force Nissan, + 1.31.46.
- Pascal Thomasse, MD Buggy, + 1.32.46.