Plastefni úr plöntum og þörungum
Reuters fréttastofan greinir fá því að Coca-Cola Co, Ford Motor Co, H.J. Heinz Co, Nike Inc og Procter & Gamble ætli að stofna saman fyrirtæki sem vinna á að því að flýta þróun plastefna sem unnin eru úr plöntum og þörungum.
Lang stærstur hluti þess plasts sem í dag er notað í hverskonar umbúðir, og í bíla- og fataiðnaði er unnið úr jarðolíu en notkun plastefna sem unnin eru úr gróðri, ekki síst þörungagróðri er vaxandi. Coca Cola hefur þegar náð talsvert langt í þessum efnum enda er ætlunin sú að nýja félagið byggi á reyslunni af „plöntuflöskum“ Coca Cola en flöskurnar eru að hluta til úr „plöntuplasti.“ Ennfremur hefur Heinz keypt leyfi frá Coca Cola til að nýta tæknina í framleiðslu á tómatsósuflöskum.
Öll fyrirtækin sem standa að nýja lífplastfyrirtækinu þurfa á miklu plasti að halda. Plastefnið sem um ræðir kallast í daglegu tali PET-plast (Polyethylene Terephthalate). Það nýtist í m.a. gosdrykkja-og tómatsósuflöskur, fatnað, skó, sætaáklæði og gólfteppi.