Porsche stendur frammi fyrir niðurskurði

Talsmaður þýska bílaframleiðandans Porsche tilkynnti í vikunni að fyrirtækið þurfi að fækka starfsmönnum um 1.900 á næstu fjórum árum, til ársins 2029. Þýski bílaframleiðandinn þarf að fækka störfum um 15% á sínum helstu framleiðslustöðvum í Stuttgart-Zuffenhausen og Weissach fyrir árið 2029.

Porsche hóf reyndar niðurskurðarferlið þegar árið 2024 með því að endurnýja ekki ráðningasamninga við 1500 starfsmenn. Nú tilkynnir fyrirtækið að 500 störf verði ekki endurnýjuð.

Sala Porsche hefur dregist saman á undanförnum árum. Sérstaklega í Kína, sem er mjög mikilvægur markaður fyrir Porsche. Samdrátturinn hefur verið afgerandi með heilu 7% falli í sölu frá 2023 til 2024. Hlutabréfaverð Porsche AG hefur lækkað um nær 30% á síðustu 12 mánuði.

Porsche er nú í erfiðri stöðu með minnkandi sölu á rafbílum á flestum mörkuðum, á sama tíma og fyrirtækið hefur fjárfest miklu fé í þróun rafbíla. Margt bendir til að Porsche þurfi að hægja á fjárfestingum í nýjum rafbílum og áfram að setja umtalsverða fjármuni í þróun hefðbundinna bíla.