Prentun er hafin
Nýtt tölublað FÍB blaðsins, hið fyrsta á árinu, er nú í prentun.
Meðal efnis má nefna úttekt á „erlendu“ bílalánunum og viðbrögðum stjórnvalda við vanda þeirra sem tóku þessi lán sem síðan stökkbreyttust.
Tveir bílar eru í reynsluakstri FÍB blaðsins að þessu sinni. Þeir eru Toyota Land Cruiser 150 og Volkswagen Polo, bíll ársins 2010 í Evrópu. Af öðru bílatengdu efni má svo nefna viðtæka umfjöllun um rafbíla af ýmsu tagi og fjallað er um íslenska bílahönnun og bílasmíði í nánd og firð. Loks er grein eftir Guðjón Guðmundsson blaðamann um bílana á Kúbu, en þar í landi er í umferð einn sérstæðasti bílafloti á byggðu bóli.
Prentun á FÍB blaðinu lýkur á föstudag. Þá hefst dreifing á því þannig að reikna má með að félagsmenn hafi fengið það í hendur fyrir miðja næstu viku.