Prestur eða vélaverkfræðingur?
-Raunvísindanámið staðfesti mest og best trú mína. Vísindi og trú eru í mínum huga tvær hliðar á sömu mynt og ég kem ekki auga á neina togstreitu milli trúar og vísinda,- segir sr. Jakob Rolland prestur kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Sr Jakob segir þetta og margt fleira athyglisvert og skemmtilegt í viðtali í nýju tölublaði FÍB blaðsins sem nú er á leið til félagsmanna FÍB.
Hann fæddist og ólst upp í Mulhouse í Frakklandi, einni mestu tækni- og vísindaborg Frakklands. Faðir hans er verkfræðingur og hefur lengst af hannað stórar dísilvélar fyrir eimreiðar, skip og orkuver. Hann starfaði eftir stríð hjá Peugeot og hannaði þar hinn fræga og sögulega Peugeot 203 fólksbíl. Sr. Jakob segir það næsta víst að hann hefði orðið verkfræðingur ef prestsþjónustan hefði ekki orðið ofan á fyrir hálfgerða tilviljun þar sem Ísland kom umtalsvert við sögu.