Prius og Opel Meriva bestir

Þýska prófunar- og vottunarfyrirtækið TÜV hefur gefið út árlega tölfræðilega samantekt yfir ágalla sem finnast í bílum sem koma til árlegrar skoðunar í skoðunarstöðvum TÜV. Fjórði hver bíll stenst ekki skoðun og þarf ýmist að koma aftur eftir lagfæringar eða þá að notkun er bönnuð þar til viðgerð er lokið. Sú tegund sem fæstir ágallar finnast í burtséð frá aldri er Toyota Prius. Sú tegund sem flesta ágalla hefur, sömuleiðis burtséð frá aldri, er Dacia Logan. Enga fylgni er að finna milli fjölda ágalla og hversu dýrir bílarnir eru.

Algengustu ágallar sem finnast í skoðun eru fúnar og skemmdar hemlaslöngur, slitnar fóðringar í fjöðrunarbúnaði og skemmd eða biluð aðalljós. Á heildina litið finnast færri gallar í bílum framleiddum í Japan og Þýskalandi en í bílum framleiddum annarsstaðar.

En þegar hins tölulegu gögn eru skoðuð út frá aldri bílanna kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Almennt séð finnast fleiri og fleiri og dýrari ágallar í bílunum eftir því sem þeir eru eldri.  Af þriggja ára gömlum bílum kemur fjölnotabíllinn Opel Meriva best út. Af þeim sem eru eldri en þriggja ára eru Toyota Prius og Porsche 911 með fæsta ágalla en verstir eru Dacia Logan, PT Cruiser frá Chrysler og Mercedes M.

Kreppan í bílaiðnaðinum og lítil sala nýrra bíla undanfarin ár hefur haft þau áhrif að bílafloti Þjóðverja hefur verið að eldast og er meðalaldur hans nú 8,7 ár en var 7,4 ár 2007. En Þjóðverjar virðast halda bílum sínum vel við því að ástandið á bílunum sem koma til skoðunar er almennt ágætt þannig að engar athugasemdir eru gerðar við þrjá fjórðu bílanna sem er svipað og var 2007.

Þriggja ára bílar

http://www.fib.is/myndir/OpelMeriva.jpg http://www.fib.is/myndir/DaciaLogan.jpg
Bestur. Sístur.

Efstur er Opel Meriva og fær sjaldnast athugasemdir í skoðun. Athugasemdir eru gerðar við 4,3 prósent bílanna og meðalakstur er 29 þúsund kílómetrar. Í þessum aldursflokki bíla er athugasemdameðaltalið 9,1 prósent.

Neðstur er Dacia Logan. Athugasemdir fá 19,4 prósent bílanna. Meðalakstur er 46.000 km.

Fimm ára bílar

http://www.fib.is/myndir/ToyotaPrius.jpg http://www.fib.is/myndir/RenaultKangoo.jpg
Bestur. Sístur.

Efstur er Toyota Prius. Athugasemdir fá 7,3 prósent bílanna. Meðalakstur er 63.000 km. Í þessum aldursflokki bíla er athugasemdameðaltalið 14,8 prósent.

Neðstur er Renault Kangoo. Athugasemdir fá 23,8 prósent bílanna. Meðalakstur er 69.000 km.

6-7 ára bílar

http://www.fib.is/myndir/Prius-eldri.jpg http://www.fib.is/myndir/PT-Cruiser.jpg
Bestur. Sístur.

Efstur er Toyota Prius. Athugasemdir fá 9,9 prósent bílanna. Meðalakstur er 89.000 km. Í þessum aldursflokki bíla er athugasemdameðaltalið 21,2 prósent.

Neðstur er Chrysler PT Cruiser. Athugasemdir fá 37,7 prósent bílanna. Meðalakstur er 83.000 km.

8-9 ára bílar

http://www.fib.is/myndir/Porsche911-8-9-ara.jpg http://www.fib.is/myndir/M-Benz-8-9-ara.jpg
Bestur. Sístur.

Efstur er Porsche 911. Athugasemdir fá 10,3 prósent bílanna. Meðalakstur er 76.000 km. Í þessum aldursflokki bíla er athugasemdameðaltalið 28,8 prósent.

Neðstur er Mercedes Benz M. Athugasemdir fá 42,7 prósent bílanna. Meðalakstur er 139.000 km.

10-11 ára bílar

http://www.fib.is/myndir/Porsche911-10-11ara.jpg http://www.fib.is/myndir/PTCruiser10-11ara.jpg
Bestur. Sístur.

Efstur er Porsche 911. Athugasemdir fá 12,8 prósent bílanna. Meðalakstur er 85.000 km. Í þessum aldursflokki bíla er athugasemdameðaltalið 33,3 prósent.

Neðstur er Chrysler PT Cruiser. Athugasemdir fá 45,1 prósent bílanna. Meðalakstur er 121.000 km.