PSA reisir stærstu bílaverksmiðju Mið-Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/Peugeot207.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Peugeot 207.
Það er mikill uppgangur í bílaiðnaðinum í gömlu austantjaldslöndunum um þessar mundir. Á þessari stundu eru smíðaðar 2,2 milljónir bíla á ári í Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Slóveníu og Rúmeníu sem er ekkert smáræði. En árið 2010 er áætlað að framleiðslan verði 72% meiri eða 3,8 milljónir bíla.
Talsverður hluti þessarar aukningar mun koma úr verksmiðju sem PSA er nú að reisa í bænum Trnava í Slóvakíu. Hún mun framleiða 300 þúsund bíla í fyrstunni en 500 þúsund 2009 og verður fimmta stærsta bílaverksmiðja í Evrópu og sú stærsta í Mið-Evrópu.
Fjárfestingnin í verksmiðjunni í Trnava er upp á 700 milljónir evra og sá bíll sem þar verður framleiddur í fyrstunni er Peugeot 207, arftaki 206. Framtíð Peugeot 206 verksmiðjunnar í Reyton í Bretlandi er því í óvissu en talsmenn PSA hafa þó sagt að hún verði rekin árins 2010 í það minnsta.