Radarsjón í bíla
22.03.2005
Um þessar mundir er Audi að prófa nýjan radarbúnað sem sýnir ökumanni umhverfið framundan bílnum á þrívíddarskjá. Þetta kerfi er hugsaði sem einskonar aukasjón fyrir ökumanninn, m.a. til að hjálpa honum við að halda öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan og hversu langt er í fastar hindranir framundan.
Radar sem metur bil á milli bíla og slær af og/eða hemlar þegar háskalega stutt bil er orðið í næsta bíl fyrir framan er þegar kominn í marga bíla í lúxusflokki. En sá radar sýnir ökumanni ekki stöðuna myndrænt á skjá. Það gerir þessi nýi búnaður hins vegar, algerlega óháð því hvort myrkur eða þoka er eða hábjartur dagur. Kerfið er þannig í mjög stuttu máli að skynjari er í framrúðunni bak við baksýnisspegilinn. Skynjarinn les endurkastaða innrauða ljóspúlsa frá sendi af svæði framundan bílnum sem þekur 32 gráðu geira fram á við og 8 gráður lóðrétt. Tölva reiknar svo út tímann frá því að ljóspúlsinn fer frá bílnum og þar til hann endurskastast til baka og metur út frá því fjarlægðina í það sem fyrir framan bílinn er og teiknar mynd af umhverfinu fyrir framan bílinn sem tölvan uppfærir 200 sinnum á sekúndu. Samtímis getur kerfið gefið ökumanni viðvaranir um hindranir eða yfirvofandi hættur framundan.
Radar sem metur bil á milli bíla og slær af og/eða hemlar þegar háskalega stutt bil er orðið í næsta bíl fyrir framan er þegar kominn í marga bíla í lúxusflokki. En sá radar sýnir ökumanni ekki stöðuna myndrænt á skjá. Það gerir þessi nýi búnaður hins vegar, algerlega óháð því hvort myrkur eða þoka er eða hábjartur dagur. Kerfið er þannig í mjög stuttu máli að skynjari er í framrúðunni bak við baksýnisspegilinn. Skynjarinn les endurkastaða innrauða ljóspúlsa frá sendi af svæði framundan bílnum sem þekur 32 gráðu geira fram á við og 8 gráður lóðrétt. Tölva reiknar svo út tímann frá því að ljóspúlsinn fer frá bílnum og þar til hann endurskastast til baka og metur út frá því fjarlægðina í það sem fyrir framan bílinn er og teiknar mynd af umhverfinu fyrir framan bílinn sem tölvan uppfærir 200 sinnum á sekúndu. Samtímis getur kerfið gefið ökumanni viðvaranir um hindranir eða yfirvofandi hættur framundan.