Ráðist verði í breikkun sem allra fyrst
Stefnt er að breikkun vegakaflans miðja vegu milli nýju gatnamótanna við Krýsuvíkurveg og gatnamótanna við Strandgötu á næstu tveimur árum. Erlendur karlmaður lést á þessum gatnamótum í umferðarslysi í gærmorgun. Hann var farþegi í annarri bifreiðinni og hefur ökumaður hennar verið úrskurðaður í farbann til 23. nóvember.
Í kjölfar slyssins í gærmorgun hefur hópur fólks viðrað þá hugmynd að ráðist verði í róttækar aðgerðir og loka Reykjanesbrautinni í mótmælaskyni. Bæjarstjórinn í Hafnafirði, Rósa Guðbjartsdóttir, segir að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því í samgönguáætlun að hefja framkvæmdir við tvöföldun á kaflanum þar sem banaslysi varð í gærmorgun vanti mikið upp á.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi margsinnis krafist úrbóta á Reykjanesbraut og farið fram á við yfirvöld að flýta tvöföldun brautarinnar. Aukning umferðar á þessum kafla kalli á að ráðist verði úrbætur fyrr en gerð sé ráð fyrir í samgönguáætlun. Um 45 þúsund bílar fara um þennan vegakafla á degi hverjum.