Raf- og tengiltvinn bílar vinna mikið á
Þegar um fimm vikur eru eftir af þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 8.369 sem gerir um 24% færri skráningar miðað við sama tímabil á síðasta ári. Um 75% sölunnar er til almennra notkunar og til bílaleiga rúmlega 23%. Fyrstu þrjár vikurnar í nóvember voru nýskráningar 361. Þetta kemur fram í gögnum frá Bílagreinasambandinu.
Toyota bifreiðar skera sig nokkuð úr en nýskráningar af þeirri tegund eru 1.307 bílar. Kia er í öðru sæti með 833 bíla og Tesla með 799 bíla í þriðja særinu. Þar á eftir koma Hyundai, Volkswagen og Suzuki.
Nýskráningar bensínabíla nema 24,7%, rafbíla 23,8% og dísilbíla um 20,1% og tengiltvinnbílar 17,9% það sem af er árinu. Það sem af er nóvembermánuði eru nýskráningar flestar í tengiltvinnbílum, alls 29,4%. Rafbílar eru 24,7% og díslbílar 17,5%.