Rafbílaprófunum við vetraraðstæður lokið
Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins er lokið. Prófanir hófust í gærmorgun og lauk þeim með formlegum hætti í dag og liggja nú fyrir endanlegar niðurstöður. FÍB var aðili að rannsókninni og aðstoðaði við framkvæmdina. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heiminum ogvar þetta í fimmta sinn sem hún er framkvæmd. Gerðar eru vandaðar prófanir á drægni og úttektir á rafbílum að vetrarlagi. Rannsóknir sem þessar hafa einnig verið framkvæmdar að sumarlagi.
Að rannsókninni koma fagmenn hver á sínu sviði
Að rannsókninni koma fagmenn hver á sínu sviði og ríkir eftirvænting eftir niðurstöðu hennar hjá bílaáhugamönnum sem og bílaframleiðendum enda Norðmenn í fremstu röð í heiminum þegar kemur að rafbílavæðingunni. Í prófuninni var raundrægi rafbíla í vetraraðstæðum skoðað og enn fremur hvernig bílarnir bregðast við þegar rafhlaðan er að tæmast.
Prófið byrjaði frá Skur 13 í miðborg Óslóar árla morguns í gær og voru stopp á Circle K stöðvunum í Kallerud við Gjøvik, Vinstra og Dombås. Þaðan var ekið á E6 upp að Hjerkinn, síðan austur og um Rondane yfir Venabygdsfjellet, niður til Ringebu og upp á E6 aftur. Veðurspáin gerði ráð fyrir frekar köldu vetrarveðri sem benti til þess að bestu bílarnir gætu verið með minna en 10 prósent neikvæð frávik frá WLTP. Með fyrstu 15 mílunum fór það niður í mínus 10. Óttast var að stormurinn Ingunn sem var á leiðinni úr norðri hefði áhrif á rannsóknina. Búist var því að hvasst yrði fram eftir degi. 23 bílar hófu prófanir með fullhlaðna rafhlöðu, án forhitunar. Uppgefin drægni var miðuð við WLTP mælingar frá söluumboði eða framleiðanda. Sum staðar var færðin erfið og því erfiðari eftir sem ofar dróg.
Bílunum var ekið á leyfilegum hámarkshraða þar til þeir urðu rafmagnslausir
Bílunum var ekið á leyfilegum hámarkshraða þar til þeir urðu rafmagnslausir. Ökumenn, sem allir eru reyndir voru með hleðsluhemlun virka (e. regenerative braking). Þeir urðu að aka í venjulegri stillingu og forðast að nota ökumannsaðstoðarkerfi, sjálfstýringu og aðlagandi hraðastilli.
Prófanir fóru fram, bæaði á láglendi og á fjallvegum. Tveir voru í hverjum bíl, ökumaður og aðstoðarökumaður. Hver einstakur bíll þurfti að halda áfram þar til bíllinn varð rafmagnslaus. Þá fyrst var kílómetrafjöldi skráður. Eftir þetta þurftu prófunarteymin 23 að bíða eftir að vegaaðstoð NAF kæmi á staðinn og flytti orkulaus ökutækin að prófunar- og hleðslustað.
HiPhi Z augljós sigurvegari með 522 ekna kílómetra
Þegar leið á prófanirnar var ljóst að kínverski lúxusbíllinn HiPhi Z væri á góðri leið með að slá Tesla út. En Tesla hefur verið leiðandi seinustu ár hvað varðar drægni og frávik frá tölum framleiðenda. Þegar niðurstöður lágu fyrir þá var HiPhi Z augljós sigurvegari með 522 ekna kílómetra sem var lengsta vegalengd allra og aðeins nokkrum kílómetrum frá metinu sem Tesla S Plaid setti á seinasta ári í vetrarprófununum en hún náði 530 km. Þá var HiPhi einnig með lang bestu útkomuna varðandi frávik á uppgefni drægni og raundrægni. En bíllinn sem var með WLTP upp á 555 km. var einungis 5,9% frá tölum framleiðanda þrátt fyrir kulda og krefjandi akstursskilyrði og um leið sá eini sem var innan við 10% í frávikum.
HiPhi Z var sigurvegari keppninar með aðeins 5,9% frávik frá uppgefnum drægnitölum framleiðanda.
Meðal frávik frá drægnitölum við vetraraðstæður voru á bilinu 12-14%
Niðurstöður Tesla Model 3 voru vonbrigði sérstaklega þegar horft er til fyrri vetrarprófanna. En nýja útgáfan er með uppgefna drægni 629 km en náði aðeins 441 km í akstri sem var tæpum 30% frá loforði framleiðanda.
Meðal frávik frá drægnitölum við vetraraðstæður voru á bilinu 12-14%. Í þeim flokk voru t.d. Lotus Eletre, BMW i5 eDrive40, Kia EV9, Xpeng G9, NIO EL6 og NIO ET5 Touring. Þá náði The Mercedes-Benz EQE einnig undir 20%.
F-150 rafpallbíllinn frá Ford var einnig meðal þátttakenda. Þessi stóri og þungi bíll er yfirleitt ekki kynntur sem langdrægur akstursbíll heldur er áherslan fremur lögð á kraft og burð. Þrátt fyrir það þá tæmdust rafhlöðurnar ekki fyrr en eftir 337 km með frávik upp á 21,4%.
Allir bílar í prófununum voru fengnir að láni hjá söluaðilum í Noregi nema Toyota bZ4X þar sem Toyota í Noregi telur að of mikil áhersla sé lögð á drægni umfram aðra þætti. Því var fengin bílaleigubíll sem var búið að aka yfir 30 þúsund kílómetra. Niðurstöðurnar voru heldur ekki nógu góðar fyrir Toyota þar sem frávik á uppgefni drægni var tæp 32%.
Hér að neðan má sjá heildarniðurstöðu úr vetrarbílarannsókninni.
Nánar er hægt að lesa frekar um niðurstöður prófana motor.no.