Rafbílar og endurnýting rafhlaðna
Rafknúnum bílum fjölgar á götunum um allan heim en því getur fylgt stór umhverfisvandi sem lítur að því hvað geri eigi við litíumjónahlöðurnar þegar hlutverki þeirra er lokið. Litíumrafhlöður í milljónatali eru notaðar í snjallsímum og allt til rafrænna tannbursta og krefjast gífurlegs hráefnis og auðlinda.
Verðmæti þess járns og steinefna sem notuð voru við framleiðslu þessara rafhlaðna nam til að mynda tveimur milljörðum dollara árið 2015. Þetta kemur meðal annars fram í grein í Financial Times nú nýverið.
Næstum allar þessar rafhlöður enda að lokum í ruslúrgangi eða eru í ónotuðum tækjum á heimilum fólks. Rafhlöðurnar sem notaðar eru í bíla eru miklu stærri og endast í 8-10 ár. Ef áætlanir ganga eftir munu 90% framleiddra litíumrafhlaðna vera ætlaðar í bifreiðar.
Í spám belgíska ráðgjafafyrirtækisins Roskil kemur fram að eftirspurnin eftir litíum muni fjórfaldast á næstu árum og eftirspurn eftir kóbalti muni að öllum líkindum tvöfaldast. Þess má geta að verð á kóbalti hefur nánast tvöfaldast á þessu ári. Aftur á móti er ekki mikið um að litíumjónarafhlöður séu endurunnar. Bílaframleiðendur vonast til að fundin verði leið í þeim efnum fyrir rafmagnsbíla.
Frá árinu 2006 hefur belgíska efnafræðifyrirtækið Umicore verið eitt af fáum fyrirtækjum sem endurnýja litíum-rafhlöður með því að bræða og útskola með efni til að endurheimta málma.
Fyrirtækið er um þessar mundir með tilraunaverkefni í gangi fyrir endurvinnslu rafhlaðna. Vandamál sem hefur gert verkefnið hvað erfiðast er að litíumjónar rafhlöður í rafknúnum bílum nota margs konar efnaferli.
Bandaríska fyrirtækið OnTo Technology stefnir að því að vera komið með nánast fullkomna endurvinnslu rafhlaðna fyrir 2025. Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að ná að endurvinna 90% af hráefnum rafhlaðna – þá einna helst litíum, kóbalt, kopar og grafít. Í fyrrasumar tilkynnti Elon Musk, stofnandi Tesla, að stór hluti risarafhlöðuverksmiðju þeirra í Nevada sé til þess fallið að endurvinna rafhlöður.
Stjórnvöld um allan heim sýna þessu máli aukin skilning. Evrópusambandið og stjórnvöld í Kína hafa þegar kynnt reglur sem gera bílaframleiðendur ábyrga fyrir endurvinnslu eigin rafhlaðna.
Sagan hefur þó leitt ljós að erfitt getur verið að fá fyrirtæki til að endurnýja eigin vörur. Linda Gaines, bandarískur sérfræðingur í þessum efnum, bendir á að dekkjaframleiðendur séu til að mynda tregir við að nota endurunnið gúmmí. Segir hún að þetta sé aðallega vegna þess að fyrirtæki eru hikandi eða lítt fáanleg til þess að nota endurunnin hráefni.