Rafbílar verði með vélarhljóð á ákveðnum hraða
Fjölmargar reglugerðir Evrópusambandsins tóku gildi í dag og lítur ein þeirra að rafbílum. Samkvæmt reglugerðinni verða rafbílar þegar þeim er ekið á undir 19 km/klst. að gefa frá bílahljóð sem við flest þekkjum. Nú verður sérstökum búnaði komið fyrir í nýjum rafbílum sem fer í gang á umræddum hraða sem að framan greinir.
Tilgangur reglugerðarinnar er auðvelda gangandi vegfarendum að heyra í rafbílum í umferðinni. Hagsmunasamtök blindra og sjónskertra víða um Evrópu hafa ennfremur lengi lýst yfir áhyggjum á þessum hljóðlátum faratækjum sem rafbílarnir eru og þá sérstaklega í hægum akstri og eins þegar þeim er bakkað.
Hagsmunasamtökin fagna því þessari nýju reglugerð sem þau segja stórt skref í rétta átt. Þau vilja engu að síður ganga enn lengra í þessum efnum.
Þótt umræddum tækjabúnaði sé komið fyrir í rafbílum hafa ökumenn val um að hafa hann í gangi. Í reglugerðinni eru þó ökumenn hvattir til að hafa hann í gangi alla jafnan því það bætir öryggið hjá sjónskertum og gangandi vegfarendur.