Rafbílavæðing á Íslandi
Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands heldur ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi nk. fimmtudag kl. 13.00-17.30 í fundarsal Arion banka að Borgartúni 19. Fjallað verður um málið frá velflestum sjónarhornum, bæði tæknilegum, félagslegum og viðskiptalegum, og eru frummælendur bæði innlendir og erlendir.
Áhugi fyrir rafbílum hefur vaxið umtalsvert að undanförnu og því ætti þessi ráðstefna að vera kærkomin þeim ófáu sem hafa hugleitt það að fá sér rafbíl en vilja fræðast betur um kosti og galla rafbíla og fá yfirsýn yfir þetta spennandi málefni þar sem margt er í deiglunni. Aðgangur að ráðstefnunni verður ókeypis en þeim sem vilja mæta er bent á að skrá sig hið fyrsta á skrifstofa@verktaekni.is eða í síma: 535 9300 því að húsrúm er takmarkað. Meðan ráðstefnan stendur yfir verða fimm innflytjendur rafbíla með samtals 15 gerðir rafbíla á staðnum og gefst tækifæri til að skoða bílana og jafnvel reynsluaka þeim.
Meðal fyrirlesara verða Marika Kolbenstvedt félagsfræðingur frá norska samgönguráðuneytinu en hún ræðir reynsluna af rafbílavæðingu Norðmanna og hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af henni. Í Noregi eru nú í umferð fleiri rafbílar miðað við höfðatölu en nokkru öðru ríki í heiminum. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB fjallar um rafbílavæðingu Íslands út frá áhuga og hagsmunum almennings og fræðimenn úr orkugeiranum og frá háskólum fjalla um aðgengi rafbílanotenda að raforku á bílana og þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar.
Dagskrá ráðstefnunnar er þessi:
13:00 Setning ráðstefnu, forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
13:10 Stefnumótun íslenskra stjórnvalda
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
13:30 Electric vehicles in Norway
- Environmental, economic and practical aspects
- What can Iceland learn from Norway´s experience?
Marika Kolbenstvedt, Senior research sociologist, Department of Safety and Environment, Institute of Transport Economics, Oslo, Norway.
14:15 Rafbílavæðing á Íslandi
- Áhugi og hagsmunir neytenda.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. - Rafbílar og hleðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rafbílavæðingu.
Páll Erland, forstjóri ON. - Rafbílar og hleðslustöðvar á landsbyggðinni fyrir rafbílavæðingu
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK - Þjóðhagslegur ávinningur af rafbílavæðingu Íslands til lengri tíma litið
Hlynur Stefánsson, Dósent HR.
15:00 Kaffiveitingar og kynning á rafbílum.
15:30 Rafbílar á íslenskum vegum og nýjasta tækni í bílum og rafgeymum
- Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins
Stuttar kynningar innflutningsaðila:
- Askja, Freyja Leópoldsdóttir (Kia Soul)
- Bílabúð Benna, Benedikt Eyjólfsson (Chevy Volt og Opel Ampera)
- BL, Brynjar Elefsen Óskarsson (Nissan Leaf, Nissan ENV-200, Renault Kangoo, Renault Zoe og BMW i3)
- Even, Gísli Gíslason (Tesla, Nissan Leaf, Renault Zoe og BYD e6)
- Hekla, Friðbert Friðbertsson (Volkswagen e-golf og e-up, Audi e-tron og Mitsubishi i-Miev og Outlander)
16.30 Panelumræður
- Marika Kolbenstvedt, Institute of Transport Economics, Oslo, Norway.
- Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavík.
- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
- Páll Erland, forstjóri ON.
- Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
- Jón Björn Skúlason, verkefnisstjóri Grænnar orku.
- Ómar Ragnarsson, bíla- og umhverfisáhugamaður.
Umræðustjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.