Rafbílavæðingin - erum við tilbúin?
Rafbílavæðingin – erum við tilbúin? Þetta er yfirskrift fagfundar Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) 20. september næstkomandi. Guðjón Hugberg tæknistjóri ON mun ræða starfsemi og framtíðarsýn ON í tengslum við rafbílavæðinguna hér á landi. Marín Björk Jónasdóttir sviðstjóri iðn- og starfsnáms á bíltæknibraut Borgarholtsskóla verður með erindi sem hún nefnir Erum við úti að aka. Bjarki Harðarson framkvæmdarstjóri Bílson fjallar um stöðu vélaverkstæða á þessum umbreytingatímum. Bjarni Ingimarsson aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fer yfir þær áskoranir sem fylgja nýjum orkugjöfum. Loks mun Carlos Funes frá Alþjóðasamtökum bifreiðafélaga (FIA) fara yfir þau tækifæri og breytingar sem fylgja nýjum orkugjöfum þegar kemur að aksturíþróttum.
Fundurinn sem er opinn öllum verður haldinn í húsnæði Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í Laugardal þann 20. september klukkan 9-11.
Nánir upplýsingar og skráningu má nálgast hér.