Rafbíll frá Dacia á leiðinni
Velgengni rúmenska bílaframleiðans Dacia hefur verið umtalsverð á síðustu árum. Bílar fyrirtækisins hafa staðið vel fyrir sínu og eins hafa þeir þótt einkar hagstæðir til kaups. Alls hafa um 6,5 milljónir bíla verið seldir til þessa í heiminum.
Þannig eru t.d. litli fólksbíllinn Sandero, skutbíllinn Logan og jepplingurinn Duster einhverjir vinsælustu bílarnir í sínum flokki á mörkuðum Evrópu.
Nú hyggst rúmenski bílaframleiðandinn koma með rafbíl, Dacia Spring, á markaðinn á næsta ári. Stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið að bjóða bíla á viðráðanlegu veðri og svo verður einnig með nýja rafbílinn.
Spring verður einfaldur og áreiðanlegur fjögurra manna, 100% rafdrifinn fimm dyra borgarbíll með að minnsta kosti 200 km drægni.
Reanault, sem er einn stærsti eigandi Dacia og meðal fremstu rafbílaframleiðendum í Evrópu, mun veita mikla tækniaðstoð við lokahönnun Spring.