Rafbíll frá Porsche væntanlegur á markað
Fleiri bílaframleiðendur vinna að framleiðslu rafbíla en ljóst að þeir muni auka hlutdeild sína til muna á bílamarkaðnum á næstu árum. Á dögunum kom fram í þýskum fjölmiðlum að þýski bílaframleiðandinn Porsche ætlar ekki að sitja eftir í þessum efnum. Fljótlega á næsta ári kemur á markaðinn nýr bíll frá fyrirtækinu.
Stefnt er að því að Taycan- rafbíllinn frá Porsche komi fyrir sjónir almennings í fljótlega á nýju ári og bíða bílaáhugamenn spenntir eftir bílnum.
Hönnunarsérfræðingar Porsche sitja ekki auðum höndum um þessar mundir en von er á fleiri rafbílum frá fyrirtækinu sem gætu komið á markað síðari hluta árs 2019. Sportjeppi frá Porsche er þó ekki væntanlegur fyrir en árið 2022.