Rafbíll í kaupbæti

Talsvert offramboð er á nýjum bílum í Evrópu um þessar mundir vegna sölutregðu sem menn kenna fjármálakreppunni aðallega um. Nýju árgerðirnar (2013) er rétt ókomnar á markað og söluaðilar keppast við að bjóða árgerð 2012 á hagstæðu verði og kjörum. Þeir sem þessa dagana kaupa sér nýjan Renault Laguna eða Espace á Spáni fá nýjan tveggja manna Renault Twizy raf-borgarbíl í kaupbæti. Annarsstaðar er boðið upp á verulega verðafslætti, jafnvel allt að 30%

http://www.fib.is/myndir/Renault-Twizy-2012.jpg
Renault Twizy.

Renault Twizy er rafknúið borgarfarartæki. Það er einskonar millistig milli fjórhjóls og smábíls og hentar áreiðanlega nokkuð vel til þess að skjótast milli húsa og hverfa í stórborgum Evrópu. Drægið er 80-100 kílómetrar og hámarkshraðinn er 90 km á klst. Einn og sér kostar Renault Twizy um 1,1 milljón ísl. kr.