Rafbíll snarlækkar í verði
Á fáum mánuðum hefur verðið á fjögurra manna rafbílnum Peugeot Ion í Danmörku fallið um um tæpar 2,2 milljónir ísl. króna. Bíllinn kostar í dag 178.000 danskar krónur og er uppsetning á hleðslutengli innifalin í verðinu. Það jafngildir 3,9 milljónum ísl króna. Peugeot Ion er systurbíll Mitsubishi i-MIEV og Citroen C-Zero.
Með þessari miklu verðlækkun er það orðið fjárhagslega mögulegt fyrir einstaklinga og fjölskyldur að eignast þokkalegan rafbíl með ásættanlegt notagildi á styttri vegalengdum, því drægi bílsins er um 150 km (að sumarlagi í það minnsta). Verð rafbílanna hefur fram að þessu staðið gersamlega í dönskum bílakaupendum og salan undanfarin 2-3 ár verið langt undir áætlunum og væntingum. Það hafa einkum verið ýmiskonar fyrirtæki sem reka bílaflota sem hafa keypt rafbílana fram til þessa. Almenningur hefur sniðgengið þá enda verð raf-smábíla svipað og vandaðra bíla í efri milliflokki.
Efalaust má líta á verðfallið á Peugeot Ion nú sem nokkurskonar tímabundna útsölu á bílum sem ekki hefur tekist að koma í verð eða í notkun. Það er rafbílafyrirtæki sem heitir Choosev sem falbýður bílana en tilgangur þess er að útbreiða rafbíla og á það stóran hluta þeirra rafbíla sem eru í notkun í Danmörku. Fyrirtækið bæði leigir út rafbíla og selur þá og rekur jafnframt net hleðslustöðva í Danmörku. Til að fá að kaupa Peugeot Ion með 2,2 milljóna ísl. kr. afslætti þarf kaupandi til að kaupa áskrift að rafmagni fyrir bílinn hjá Choosev.