Rafhleðslustöð komið upp í Skálholti
Rafhleðslustöð hefur verið komið upp í Skálholti og þar verður hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Á kirkjan.is kemur fram að fagurgræn merkingin á bíltasæðinu fer ekki fram hjá neinum og yljar aflaust öllum umhverfisvinum um hjartarætur.
Fram kemur einnig að til standi að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Biskupsgarð í Reykjavík og á biskupssterinu á Hólum í Hjaltadal.
Kirkjuþing var einhuga um tillögu á þinginu 2019 að kirkjuráði skyldi falið að koma upp hleðslustöðvum eða raftenglum við fasteignir kirkjunnar.