Rafræn rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar
Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður rafræn í ár en hún fer fram föstudaginn 30. október. Ráðstefnan er sú 19. í röðinni en hún hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi. Fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni en þau falla undir fjóra flokka; mannvirki, umferði, umhverfi og samfélag.
Fyrirkomulag ráðstefnunnar í ár verður með nokkuð svipuðu sniði og undanfarin ár að undanskildu því að engir áhorfendur verða í sal, heldur verður fyrirlestrum streymt beint til þátttakenda.
Fyrirlesarar munu flytja erindi sín í salnum Kaldalóni og verður passað vel upp á allar sóttvarnir. Gefinn verður kostur á fyrirspurnum eftir hverja fyrirlestraröð.
Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu. Þegar nær dregur verða sendar upplýsingar á þátttakendur með hlekk á streymið.