Rannsóknarboranir vegna Sundabrautar
Jarðtækniboranir eru hafnar í vegstæði Sundabrautar. Þær hafa staðið yfir með hléum frá því í byrjun janúar. Það er Vegagerðin sem sér um boranirnar, bæði á landi og sjó. Borað hefur verið á nokkrum stöðum á Kjalarnesi og í Geldinganesi en ekki eru hafnar boranir í Gufunesi. Þess má geta að rannsóknir á hafsbotni hófust fyrir nokkrum vikum.
Þau tímamót urðu í Sundabrautarverkefninu á dögunum að byrjað var að bora í Kleppsvík. Væntanleg brú milli Sundahafnar og Gufuness mun liggja yfir víkina.
Haft er eftir Helgu Jónu Jónasdóttir, verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni, að reiknað er með að boranir fyrir Sundabraut standi eitthvað fram á sumarið, líklega út júnímánuð. Áformað er að þessi sama útgerð verði síðan notuð í frekari rannsóknir í Sundahöfn fyrir Faxaflóahafnir og mögulega önnur verkefni á höfuðborgarsvæðinu.
Til verksins er notaður pramminn Ýmir RE sem er í eigu Ístaks. Borað verður bæði á sjó og landi og er markmiðið að kanna dýpi niður á klöpp og burðarhæfi jarðlaga í vegstæðinu.