Raunhæft að við verðum orðin óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu þrjátíu ára telur raunhæft Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050. Þetta kom fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Orkustefnan var unnin í þverpólitísku samstarfi og í samráði við hagsmunaaðila. Fulltrúar allra þingflokka auk fjögurra ráðuneyta áttu sæti í hópnum og voru niðurstöðurnar kynntar í byrjun þessa mánaðar. Guðrún segir hægt að ná markmiðum orkuskipta án þess að þvinga þau fram.
Fram kom í máli Guðrúnar að stjórnvöld verða að vera með hvata og nota gjaldtökur til þess að flýta ferlinu. Af því að þessar nýrri lausnir verða dýrari heldur en að nota jarðefnaeldsneyti með hefðbundinni tækni. Þannig að þá þarf með einhverjum hætti að gera mönnum það mögulegt efnahagslega að taka þessi skref.