Reglur hertar um hámarkslosun nýrra bíla hjá ESB
Nú stendur fyrir dyrum að settar verði hertari reglur sem lítur hámarkslosun nýrra bíla en Evrópusambandið hefur unnið að reglugerð í þessu efnum í þó nokkurn tíma. Markmiðið með þessum hertari reglum er að draga úr útblæstri koltvísýrings innan aðildarþjóða sambandsins.
Samþykktin kveður á um að árið 2030 skuli losun nýskráðra fólksbíla vera 37.5 prósentum minni en losun bíla sem koma á götuna árið 2021, og 31 prósenti minni hjá litlum sendi- og vörubílum. Í báðum flokkum á losun að hafa minnkað um 15 prósent fyrir árslok 2025.
Talið er að þessi samþykkt verði til þess að bílaframleiðendur munu leggja enn meiri áherslu á framleiðslu bíla sem ganga fyrir rafmagni. Að öðrum kosti verði markmiðunum ekki náð. Áætlað er að yfir 20% allra losunar gróðurhúsalofttegunda í löndum Evrópusambandsins komi frá bílum.