Rekstrarhagnaður Volvo Cars fór fram úr væntingum
Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars fór fram úr væntingum um rekstrarhagnað á þriðja ársfjórðungi en lækkaði söluvaxtarspá sína fyrir árið þar sem hægist á iðnaðinum og áhrifin ná nú einnig til dýrari bíla.
Eftirspurn eftir rafbílum minnkaði á síðasta ári, að hluta til vegna skorts á hagkvæmum módelum og hægrar uppbyggingar hleðslustöðva. Samkeppni frá ódýrari kínverskum framleiðendum hefur aukið þrýstinginn og bílaframleiðendur eru einnig að undirbúa sig fyrir áhrif evrópskra tolla á rafbíla sem framleiddir eru í Kína.
Volvo Cars spáir nú 7-8% aukningu í smásölu á þessu ári, sem er lækkun frá spá í júlí um 12-15% vöxt, og gerir ráð fyrir engum vexti á fjórða ársfjórðungi. Margir taka bílalán til að greiða fyrir nýja bíla sína og há verðbólga hefur augljóslega áhrif á það.
Aðstæður í bílaiðnaðinum eru að verða erfiðari
,,Það er enginn vafi á að aðstæður í bílaiðnaðinum eru að verða erfiðari. Við erum að sjá minnii neyslu, sem er að hluta til knúin áfram af mikilli verðbólgu. Margir taka bílalán til að greiða fyrir nýja bíla sína og há verðbólga hefur augljóslega áhrif,“ sagði Jim Rowan forstjóri Volvo Cars við Reuters fréttastofuna.
Þar sem Volvo Cars setur vonir sínar á að nýju módelín, EX30 og EX90 jepplingar, verði metsölubílar. Bíða fjárfestar spenntir eftir að sjá hvort fyrirtækinu takist að ná þeirri háu framlegð sem lofað var.
Líkt og aðrir dró Volvo Cars í síðasta mánuði úr rafbílavæðingarmarkmiðum sínum og kaus að halda áfram að selja nýja tvinnbíla lengur en áætlað var. Fyrirtækið lækkaði einnig framlegðarmarkmið sitt og stefnir nú að því að vaxa hraðar en lúxusbílamarkaðurinn frekar en að setja fram sérstök sölumarkmið eins og áður.
Rekstrarhagnaður fyrirtækisins, sem er að meirihluta í eigu kínverska fyrirtækisins Geely (GEELY.UL), var 5,8 milljarðar sænskra króna (550 milljónir Bandaríkjadala) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 4,5 milljarða króna árið áður. Það var yfir spám samkvæmt JP Morgan.
Sérfræðingar eru sammála um að Volvo Cars skilaði glæsilegum árangri á þriðja ársfjórðungi hvað varðar tekjur og framlegð. En bæta við að horfur fram undan væri staðfesting á krefjandi tíma.